Allir vildu Lilju kveðið hafa
 

 
Almennt fnuss út í heiminn
 
 
   
 
fimmtudagur, september 02, 2004
 
Jæja, þá er ég byrjuð í skólanum aftur. Það er skrýtið að vera komin hingað aftur þar sem ég er búin að vera í nokkurs konar hugsanafríi í allt sumar. Meirihlutinn af vinnudeginum mínum fór nefnilega í að leika mér á Internetinu. En nú er komið að verkefnum, forgangsröðun verkefna, lestri og langtímasetu. Ég keypti mér tvær bækur um námstækni, þar sem ég er ákveðin í því að bæta einkunnirnar og koma mér til útlanda næsta ár. Reyndar er ég ennþá að bíða eftir sumarprófseinkununum (því ekki geta kennararnir komið með þær á réttum tíma) og í hvert einasta skipti sem ég sé SMS í símanum mínum stressast ég upp. Sumarprófseinkunnirnar munu nefnilega hafa svolítið að segja um hvort ég komist út á næsta ári.
Einhvern veginn hef ég það á tilfinningunni að ég muni ekki djamma eins mikið í ár eins og seinustu ár, sennilega vegna þess að ég er ekki stjórn í ár. Það er samt dálítið erfitt að venja mig af því að segja "við í stjórninni". En nú hef ég víst ekki meiri tíma til að skrifa. Ég læt heyra í mér seinna.

 

 
   
  This page is powered by Blogger, the easy way to update your web site.  

Home  |  Archives