Allir vildu Lilju kveðið hafa
 

 
Almennt fnuss út í heiminn
 
 
   
 
föstudagur, júlí 23, 2004
 
Átt þú svartan ruslapoka??
Mikið ofsalega fannst mér merkilegt í gær þegar Inga systir mín fór að tala um kassa sem hana vantar. Hún er víst búin að leita og leita að honum en hvergi finnst hann. En hvað er svona merkilegt við þennan kassa? Ja, miðað við sögu fjölskyldunnar þá er einn af þeim kössum sem endalaust er hægt að bæta í. Mamma og pabbi eiga einn svoleiðis, sem að vísu er ekki kassi heldur svartur ruslapoki og það er alveg ótrúlegt hversu miklu magni af dóti er hægt að koma fyrir í honum. Að vísu er þetta aðeins gamalt dót eins og leikföng sem við systurnar áttum þegar við vorum litlar, gömul föt af okkur í fjölskyldunni, gamlar bækur, plötur, verkfæri, bollar, spil, glös og margt, margt fleira, og það er alltaf að bætast í hann. Eina vandamálið er að þessi frábæri ruslapoki finnst ekki, þar sem hann hvarf eitt skiptið þegar við vorum að flytja. En það kemur samt sem áður ekki í veg fyrir að hægt sé að bæta í hann, vegna þess að þegar við erum að rifja upp skemmtilegt dót frá barnæsku og erum að velta fyrir okkur staðsetningu þess, kemur oft upp spurningin: "Var það ekki bara í svarta ruslapokanum sem var hent (mamma segir að pokanum hafi verið hent, þó að enginn kannast við að henda honum)?" Og nú er Inga systir búin að fá einn svona kassa sem hún er alltaf að bæta í, þrátt fyrir að í honum hafi átt að vera bækur, bollar, nokkur handklæði, styttur og eitthvað fleira. Svo nú hlýt ég bara að spyrja hvort kassinn hennar hafi ekki lent í svarta ruslapokanum okkar?

 

 
   
  This page is powered by Blogger, the easy way to update your web site.  

Home  |  Archives