Allir vildu Lilju kveðið hafa
 

 
Almennt fnuss út í heiminn
 
 
   
 
mánudagur, júní 21, 2004
 
Halló, dúllurnar mínar. Hvað segið þið gott?? Ég átti alveg dásamlega helgi, naut sólarinnar (sem var ekki mikil reyndar) og gerði ýmislegt, aldrei þessu vant. Við Inga notuðum helgina til þess að koma okkur upp þoli fyrir næstu helgi og gengum á Esjuna á laugardaginn. Við komumst báðar að því að við erum í betra líkamsástandi heldur en við gerum okkur grein fyrir, þar sem við náðum að komast langleiðina upp Esjuna og niður aftur á tveimur tímum (með smá hjálp frá Powerade). Við vorum að velta fyrir okkur að ganga aftur á Esjuna í gær en sökum harðsperra fórum við á línuskauta í staðinn. Það var mjög gaman en ég held að Inga hafi skemmt sér meira en ég, þar sem hún fékk að hlæja að mér á meðan ég barðist við að halda mér uppi. Ég lenti oftar en einu sinni í því að þurfa að hoppa út á gras til þess að forðast árekstur við aðra og til þess að forðast ofsahraða. Annars kenndi Inga mér hvernig ég ætti að hægja ferðina (beygja hnén, vinstri fótur fyrir aftan hægri fót og bremsa) og ég held að stellingin sem ég var í hafi minnt á manneskju með hægðatregðu að reyna að losa um stífluna. En ég náði a.m.k. að stoppa mig. Að öðru leyti var helgin róleg.

 

 
   
  This page is powered by Blogger, the easy way to update your web site.  

Home  |  Archives