Híhí, nú er víst hægt að segja að ég er endanlega orðin vitlaus. Við Inga erum nefnilega á leiðinni yfir Fimmvörðuhálsinn á Jónsmessunni. Það þýðir að ég hef tvær vikur til þess að koma upp miðlungsþoli með því að fara í leikfimi, labba og synda. Svo ætla ég á Esjuna um helgina. Vill einhver koma með? Annars líst mér rosalega vel á það að fara yfir Fimmvörðuhálsinn nóttina eftir Jónsmessu (sem sagt aðfaranótt laugardagsins) því þetta er jú gamall draumur sem rætist. Þá er bara spurning um að hafa með sér nógu mikið af orkudrykkjum og orkuríkum mat. Jibbíííí!!!