Allir vildu Lilju kveðið hafa
 

 
Almennt fnuss út í heiminn
 
 
   
 
föstudagur, júní 04, 2004
 
Aðvörun! Hér á eftir kemur hressilega mikið af blóti og sjálfsvorkunn, þannig að viðkvæmum aðilum er ráðlagt að sleppa því að lesa þennan pistil.



ANDSKOTINN, ANDSKOTINN, ANDSKOTINN!!! Ég ætla að leyfa mér að blóta allhressilega, þar sem þetta er síðan mín og ég hef góða afsköpun. Ég var nefnilega að falla í fyrsta skipti á ævi minni í tveimur prófum. ANDSKOTANS DJAMM, HELVÍTIS FÉLAGSLÍF og allt annað sem tók tíma frá náminu. DJÖFULLINN! Þótt að það hafi verið gaman í vetur, þá er greinilegt að ég get ekki tekið svona mikinn tíma frá náminu eða tvískipt athyglinni. Búh, hú, nú fer meirihluti sumarsins í að lesa námsbækur. *grenj* DJÖFULLINN!

miðvikudagur, júní 02, 2004
 
Oh, mikið óskaplega er fúlt að hafa ekki aðgang að MSN messenger í vinnunni. Ég hefði ekkert á móti því að spjalla við einhvern þegar maður hefur ekkert að gera nema sveima um á netinu. :s
 
Jæja, þá er ég búin að vera heima í þrjá daga og mikið óskaplega er gott að komast heim! Það var voða gaman úti en maður verður svolítið leiður á því að búa í ferðatösku. Alla vega, hér fáið þið ferðasöguna.
Við Sigga lögðum af stað mánudaginn 17. maí með flugi til Danmerkur. Þegar við komum þangað var haldið beinustu leið til Hróarskeldu þar sem ættingjar Siggu áttu heima. Ég fékk smá áfall yfir stærð hússins en húsið var í raun herragarður með stórum garði. Herbergið okkar Siggu var á við litla íbúð og baðherbergið annað eins. Við vorum í Hróarskeldu í þrjá daga og fórum út að skokka tvo af þremur morgnum. Fyrsta daginn þar fórum við til Kaupmannahafnar að hitta systur Siggu. Ég náði að versla pínulítið og við enduðum á því að fara í bíó. Kvöldinu lauk svo með því að við kynntumst litla bíósalnum í húsi fjölskyldunnar í Hróarskeldu (þetta var bíósalur í alvöru, með u.þ.b. 20 sætum og þægilegum hvílusófa). Þriðja daginn fórum við til Kaupmannahafnar þar sem við hittum vin okkar, Andra og fórum í íbúðina sem við höfðum leigt. Um kvöldið kíktum við svo á karókíbar þar sem ég náði að verða svo full að ég stóð varla í lappirnar. Dagurinn eftir fór í þynnku og smá innkaupaferð. Við lentum í smá veseni í búðinni, þar sem þeir tóku ekki kreditkort og ekkert okkar var með lausa peninga. Andri og Sigga ákváðu því að rölta um hverfið og leita að hraðbanka á meðan ég beið með matvörurnar í búðinni. Þau komu ekki aftur fyrr en eftir þrjú kortér, eftir að hafa fundið hraðbanka smáspöl frá og lent í vandræðum með kreditkortin sín. Ég endaði á því að borga fyrir matvörurnar eftir smá hlaup fram og til baka. Um kvöldið fóru Sigga og Andri síðan út að skemmta sér. Daginn eftir fórum við Andri síðan í Tívolí á meðan við vorum að bíða eftir Siggu og húslyklunum. Andri var lofthræddur þannig að við fórum ekki í mörg tæki, en það rættist úr því nokkrum dögum seinna þar sem við fórum aftur þangað tveimur dögum seinna. Einnig fórum við á Bakkann og kíktum á Strikið í verslunarleiðangur. Kvöldin hjá mér voru annaðhvort notuð í afslöppun eða djamm, en ég var þó sýnu rólegri heldur en Sigga og Andri í því. Við fengum því miður aðeins tvo daga þar sem var sól og sæla, en vonandi verða einhverjir slíkir dagar hérna á Íslandi. Ég held að ég hafi ekki valdið neinu hneyksli þarna úti, en ég get samt með vissu að þolið hjá mér fyrir áfengi hafi aukist aðeins. Bestu drykkirnir að mínu áliti sem við fengum þarna úti voru ískrapsmargarítur og ísskot, en Andri lofaði að halda partí þar sem við gætum búið til svoleiðis. Annars keypti ég mér ekkert mikið þarna úti, eitt par af skóm, buxur, nokkra boli og sokka. Mig langar til þess að fara í verslunarferð einhvert, en það verður víst að bíða þangað til kreditkortareikningurinn minn er fullgreiddur. Það er víst meira en að segja það að vera með eitt svoleiðis :s

 

 
   
  This page is powered by Blogger, the easy way to update your web site.  

Home  |  Archives