Í KÖBEN, KÖBEN!! Hí, hí, það er dagurinn fyrir Danmerkur-ferðina miklu og ég hlakka voða, VOÐA mikið til. Allur undirbúningur er búinn, flugvélin fer af stað kl. 13:15 og það verður verslað, djammað og skemmt sér voða vel.
Ég kláraði prófin á fimmtudaginn (13. maí) og veit að ég mun fara í mitt fyrsta sumarpróf í sumar. Ekki gott mál, en ekkert alslæmt heldur. Helgin fór svo í vorferð Animu, sem klúðraðist algerlega frá mínum sjónarhól séð. Það skemmtu sér að vísu flestir ágætlega, en það var einn strákur sem gekk berserksgang, hræddi tvær stelpur allhressilega og kýldi annan strák. Við enduðum á því að hringja í lögguna til að láta sækja hann. Eftir þetta havarí var ég svo gjörsamlega búin andlega að ég fór bara beint í rúmið. Ég er að vona að næsta djamm verði betra, þar sem það verður í KÖBEN!! Híhí!
Sé ykkur eftir tvær vikur!