Allir vildu Lilju kveðið hafa
 

 
Almennt fnuss út í heiminn
 
 
   
 
þriðjudagur, mars 09, 2004
 
Úfff, jæja, einu sinni enn er kominn tími til að skrifa. Ég sit núna í Bókhlöðunni að reyna að skrifa persónuleikaritgerð sem ég á að skila á morgun. Sem betur fer á hún aðeins að vera 750 orð, ég yrði dauð annars. Helgin var góð, ég fór í vísindaferð á föstudaginn og drakk ekkert fyrr en ég hitti alveg ofboðslega sætan, skoskan barþjón á Viktor. Þá keypti ég tvisvar sinnum drykk, svona til þess að hafa eitthvert erindi á barinn ;o) Það var líka voða gaman að spjalla við hann. Á laugardaginn var tekin smá námstörn í Bókhlöðunni, en svo var afmæli hjá Heiðari frænda um kvöldið. Aldrei þessu vant var Inga í stuði til að fara í bæinn þannig að eftir afmælið fórum við heim svo að ég gæti skipt um föt og fórum svo niður í bæ. Við vorum þó ekki lengi þar. Annars er bara sama gamla, lestur, leikfimi, lúr.
Ég verð að skrifa um þetta einu sinni svo mér líði betur. Mikið óskaplega fer í taugarnar á mér þegar fólk segir "Dettur til hugar!" Ég heyrði meira að segja Bubba tala svona um daginn og mig langaði til þess að hrista hann ærlega til. Máltækin eru: "Dettur í hug" eða "Kemur til hugar". Hugmyndir detta ekki til hugar og skoppa af honum! Ég fæ alltaf smá stuð þegar ég heyri þetta og DETTUR oft Í HUG að hleypa "Íslenska 2005" af stokkunum a la Ástþór Magnússon. *fnuss*

 

 
   
  This page is powered by Blogger, the easy way to update your web site.  

Home  |  Archives