"Sumarið er komið, mmmmm, svon'á það að vera...." Nei, kannski ekki alveg, en næstum því. Ég er búin að vera úti í allan dag, næstum því, bara að njóta sólarinnar. Ég byrjaði á því að labba frá Price-Waterhouse Coopers upp í Odda, fór í tíma, svo hitti ég Ástu og við löbbuðum upp á Laugaveg og skoðuðum nærföt. Mér finnst alltaf langskemmtilegast að fara að versla með henni, þó að við versluðum nú ekki neitt í þetta sinn. Svo settumst við inn á Hornið í hádeginu, gæddum okkur á ljúffengum pizzum og löbbuðum aftur upp í Háskóla. Eftir umræðutíma í Þroskanum var komið að enn einni gönguferðinni um Laugaveginn til þess að safna auglýsingum fyrir Sálu, skólablaðið okkar. Ég sé sko ekki eftir því að hafa farið í strigaskó. Mmmm, mig langar aftur út. En nú er víst kominn tími á að læra. Ég óska þess að maður gæti fengið einingar fyrir að fara út að labba og skoða mannlífið. Það yrði skemmtilegasta eining sem ég myndi vinna mér inn.