Allir vildu Lilju kveðið hafa
 

 
Almennt fnuss út í heiminn
 
 
   
 
laugardagur, febrúar 21, 2004
 
Það var kominn tími til að óheppnin borgaði sig. Ég var á besta djammi í gærkvöldi sem ég hef farið í lengi. Ég byrjaði á vísindaferð í Heklu þar sem við fengum að sjá nýjasta bílinn þeirra og fengum hið venjulega vísindaferðafæði (bjór og samlokur af óljósum uppruna sem maður dælir samt í sig til að verða ekki veikur í maganum vegna bjórdrykkju). Svo var farið á Sólon þar sem ég var í svo góðu skapi að ég fékk þrjá stráka til þess að kaupa handa mér bjór, sat og spjallaði við fólk og skemmti mér ótrúlega vel. Ég fékk líka að prófa skot sem heitir Flatliner sem var sterkasta skot sem ég hef fengið. Það var með tequila, sambucca og tabasco-sósu í og eftir að hafa tekið það logaði munnurinn á mér í hálftíma. Svo dansaði ég til hálfþrjú og fór heim.

 

 
   
  This page is powered by Blogger, the easy way to update your web site.  

Home  |  Archives