Allir vildu Lilju kveðið hafa
 

 
Almennt fnuss út í heiminn
 
 
   
 
föstudagur, febrúar 06, 2004
 
Allt er þegar þrennt er!! Óheppnin síðan í seinustu viku hefur ákveðið að elta mig yfir í þessa viku líka, bara svona upp á fjörið. Ég nefnilega virðist hafa týnt símanum mínum í gærkveldi, einhvers staðar á Laugaveginum!! Ég komst að þessari niðurstöðu eftir að hafa hringt (með símanum hennar mömmu) á alla staðina sem ég heimsótti í gær. Sem betur fer get ég notað peninginn, sem hefði átt að fara í jeppaviðgerðina, í símakaup. Ég ætla síðan að láta leita að hinum símanum. En málið með jeppann var að maðurinn sem átti hann sleppti mér lausri með þeim orðum að 5000 kall munaði hann engu til eða frá (enda ekki skrýtið með glænýjan jeppa) og það eina sem sást á jeppanum var oggu-pínulítið gat á lakkinu. Mér var stórlega létt, vægast sagt. En ég vona innilega að það bíði mín eitthvað stórkostlega skemmtilegt til þess að vega á móti allri þessari óheppni!

 

 
   
  This page is powered by Blogger, the easy way to update your web site.  

Home  |  Archives