Allir vildu Lilju kveðið hafa
 

 
Almennt fnuss út í heiminn
 
 
   
 
fimmtudagur, desember 18, 2003
 
Híhíhí, maður ætti kannski að láta vita af sér svona endrum og eins. :)
Nú á ég aðeins eitt próf eftir sem er á laugardaginn og ég er pínu kvíðin fyrir það. En þetta mun vonandi ganga vel. Síðan ætla ég að sofa vel og lengi út á sunnudaginn. Ef ég vakna ætla ég að snúa mér á hina hliðina og halda áfram að sofa. :) Ég er einnig komin með vinnu um jólin í Orkuveitunni sem mér líst öllu betur á heldur en að fara aftur í Lyfjadreifingu, því nýjustu fréttir þaðan benda til þess að yfirmennirnir þar þenja lungun svolítið meira en gott þykir. Annars bendir allt til þess að jólin verði róleg og falleg, með jólasnjó og alles, þannig að ég er sátt. Ég hlakka bara til að fá humarsúpuna hennar mömmu á aðfangadag. Nammi, namm. Gleðileg jól, öllsömul :)

 

 
   
  This page is powered by Blogger, the easy way to update your web site.  

Home  |  Archives