ÚFFFFF, þetta er algerlega einn af þeim dögum þar sem einbeitingin skrapp á Skagaströnd í skeljatínslu á meðan ég sit og reyni að lesa. Gerist þetta fyrir hinn vinnandi mann líka? Ég er búin að setjast fimm sinnum niður í dag með bók í hönd og alltaf gerist eitthvað sem verður til þess að ég missi einbeitinguna. Í dag er ég búin að syngja lög með Nat King Cole, hugsa um jólin, fagna því að vinur minn var að trúlofa sig (TIL HAMINGJU, BRYNJÓLFUR OG RAKEL), finna út í hvað ég sé að eyða og þannig mætti lengi telja. Á sama tíma þarf ég að byrja að skrifa tvær ritgerðir og læra undir próf. Jafnvel núna, fimm mínútum áður en ég er að fara í tíma (sem ég á eftir að lesa undir), er ég að hugsa um hversu lyklaborðið sé skítugt! Er í lagi með mann?? Auðvitað hjálpar ekki að ég sé að blogga áður en ég fer í tíma, en ég er að vona að ég nái að ná þessu eirðarleysi úr mér. Guði sé lof að ég drekk ekki kaffi, því ég væri gangandi taugahrúga. Jæja, ég ætla að fara í tíma og láta sem ég hafi einhvern áhuga á hver sé munurinn á hughyggju, raunhyggju og realisma. Mantran mín í dag: "Rescue me, and take me in your arms, RESCUE ME...."