Úff, það verður langt kvöld í kvöld hjá mér. Við erum að gera aðferðafræðiverkefni sem á að skila eftir viku, en vegna þess að ein af stelpunum er að fara til Kúbu á morgun þurfum við að klára verkefnið (eða komast frekar langt með það) í kvöld. Það er líka af hinu góða ef við náum að gera verkefnið í kvöld eða um helgina, því að nú er komið að hlutaprófum og skiladögum verkefna þannig að ég á eftir að taka smá námstörn næstu vikur. Ég er að vissu leyti fegin því að þá hef ég góða afsökun til að fara ekki út að skemmta mér. Ég er meira að segja að vonast til að geta sloppið við djamm á vegum Animu um næstu helgi (10.-12.) vegna þess að ég
veit að fólk á ekki eftir að ganga upprétt næstu þrjá daga á eftir. Það er sem sagt partý í salnum "okkar",sem nota bene tekur ekki fleiri en 120 manns, fyrir fjögur nemendafélög í félagsvísindadeild. Við búumst við 120 manns í mesta lagi en ef að það koma einhverjir fleiri verður ekki hægt að hreyfa sig. Ég þarf að fara með möntruna mína: "Engar áhyggjur, þetta reddast. Engar áhyggjur, þetta reddast. Engar áhyggjur...."