Halló, halló, halló! Ég kom flestu loksins í gott lag aftur á síðunni þar sem hið nýja skipulag blogger.com setti allt úr skorðum, eins og vafalaust flestir sáu.
Hvað hef ég svo verið að gera? Ég fór til Eyja um verslunarmannahelgina og skemmti mér vel þó að ég muni sennilega ekki gista aftur í tjaldi á þessari blessuðu hátíð. Ég endaði á því að fljúga heim klukkan hálfsex á mánudagsmorgninum með Vestmannaeyjaflugi á Bakka þar sem pabbi og mamma sóttu mig. Þau fóru með mig í fellihýsið þar sem ég lagðist upp í rúm og steinsofnaði. Þegar ég vaknaði ákvað ég að ég myndi ekki fara aftur í útilegu í sumar og ég hef haldið mig við það loforð.
Að öðru leyti hef ég bara verið að vinna á fullu. Ég ákvað svo að taka mér frí seinustu vikuna í ágúst til þess að ganga frá ýmsum málum í sambandi við Animu (félagi sálfræðinema) og sjálfa mig. Ja, það er hluti af ástæðunni. Ég sagði líka við sjálfa mig að ég þyrfti á smá fríi að halda svo að ég myndi ekki brenna út einhvern tímann um miðjan nóvember. Enda finnst mér alveg yndislegt að geta sofið út hvern dag og dundað mér ein heima. Hmmm, kannski ég baki eitthvað í dag!