Allir vildu Lilju kveðið hafa
 

 
Almennt fnuss út í heiminn
 
 
   
 
sunnudagur, júní 01, 2003
 
Jæja, umskiptin frá skóla yfir í vinnu reyndust vandalaus. Ég er aftur að vinna hjá Lyfjadreifingu í sumar, þó að ég sé í þetta sinn á lagernum. Það er mjög fyndið hvernig vinnan er allt öðruvísi en skólinn. Í skólanum þurfti ég að sitja og hugsa allan daginn, en í Lyfjadreifingu er ég bara að nota hluta heilans í að safna saman lyfjum. Hinn hlutinn fer í að hugsa um hvernig þessi mynd var, bók, samtöl o.s.frv. Ég var einmitt að vinna í gær (laugardag) við að setja merkingar á hillur inni í eiturherberginu. Ég var byrjuð að syngja upphátt eftir smá stund og hvernig það væri að taka á móti Nóbelsverðlaunum. Ég var það upptekin að ég tók ekki einu sinni eftir þegar kaffibjallan hringdi. Ég vona að starfið sem ég mun enda í verður ekki alveg svona áskorunarlaust, þó að það sé fínt að geta loksins hugsað um annað en GABA-viðtaka og skilyrðingar.
Síðan var ég að frétta núna nýlega að af þeim 350 manns sem byrjuðu í sálfræðideildinni í haust náðu aðeins 60 prófi OG ÉG ER EIN AF ÞEIM!! Ég er meira að segja komin upp í fyrstu einkunn þannig að ef ég held henni næstu tvö árin kemst ég inn í cand. psyc. námið eða get sótt um háskóla erlendis. :) Mig langar svakalega mikið til Bretlands, sérstaklega þar sem ég hef aldrei farið þangað. Mmmm, að búa nálægt London og fara til Glasgow rétt fyrir jólin til þess að kaupa allar jólagjafir, mikið væri það skemmtilegt. Ég set það á markmiðalistann.

 

 
   
  This page is powered by Blogger, the easy way to update your web site.  

Home  |  Archives