
""Which cocktail are you?"" brought to you by Quizilla
Mér finnst þetta nokkur viðeigandi!
Ég er pirruð! Ég var að klára próf í lífleðlislegri sálfræði og kennarinn notaði gamalt próf sem var aðgengilegt á vefnum. Maður er búinn að stressa sig upp, lesa eins og vitleysingur, hafa stöðugar áhyggjur og gera allt sem maður getur til þess að koma 500 blaðsíðna bók inn í hausinn á sér, þar á meðal taka gömul próf og síðan sér kennarinn ekki einu sinni sóma sinn í því að búa til nýtt próf. Það voru þrjár heilar spurningar sem voru ekki á þessu gamla. ÞRJÁR!!! PIRRPIRRPIRR. Ég ætti svo sem ekki að kvarta, þar sem ég var búin að fara yfir gamla prófið, en mér finnst þetta vera fáránlegar vinnuaðferðir. Það er ekki verið að athuga hvort maður kunni námsefnið, heldur hversu vel þú kannt á prof.is! Kennarinn var búinn að segja okkur að hann nennti ekki að búa til próf en mig grunaði ekki að hann ætti við VORPRÓFIN LÍKA!! Bölvaður letingi! Ætli ég geti þó ekki verið ánægð með fyrstu 9-una mína í vorprófum háskólans. Ég hefði átt að fá mér bjór á laugardagskvöldið!
Annars er bara eitt próf eftir. Það verður meira en gott að klára og komast út í sumarið. Þá er bara sól, sæla og sund fram í september :) VEIIIII