Þá er loksins komið að því! Eftir nákvæmlega 12 tíma legg ég af stað til Hollands í (miðað við nýjustu veðurspár) sól og sælu að hitta Nonna, Pétur og Sollu. Yndislegt, æðislegt, ÉG HLAKKA SVO TIL!! Ég var reyndar bara að fá sting í magann af spennu rétt áðan, en býst við því að ég eigi eftir að finna aðeins betur fyrir henni eftir nokkra klukkutíma. Eins gott að það er hægt að láta vita hvernig manni líður án þess að segja neitt rökrétt! VÍÍÍÍÍÍÍ
E.s. Ég kem með góða ferðalýsingu síðar. Gleðilega páska öllsömul!