Allir vildu Lilju kveðið hafa
 

 
Almennt fnuss út í heiminn
 
 
   
 
föstudagur, apríl 11, 2003
 
Víííí, ég er að fara til Hollands eftir 6 daga. Ég hlakka svo mikið til :) Ég verð voða upptekinn þangað til, er að fara í sumarbústað um helgina til þess að læra og svo verð ég að læra í nokkra daga. Svo loksins, á fimmtudaginn fer ég í mína langþráðu ferð til Hollands. Ég er nú þegar búin að ákveða að fara með lest til Nijmegen og dúlla mér aðeins í bænum áður en ég hitti Sollu, Pétur og Nonna. Litli maðurinn fær stórt knús frá mér, um leið og hann kemst yfir áfallið vegna þessarar skrýtnu manneskju. Ég vona samt innilega að hann muni oggu pínu eftir mér :) Síðan verður farið einhvern tímann til Antwerpen í Belgíu og verslað pínulítið. ÉG HLAKKA SVO TIL (var ég búin að segja það?) :)

 

 
   
  This page is powered by Blogger, the easy way to update your web site.  

Home  |  Archives