Allir vildu Lilju kveðið hafa
 

 
Almennt fnuss út í heiminn
 
 
   
 
þriðjudagur, mars 11, 2003
 
Þá er enn ein stress-vikan hafin þó að það mátti ekki sjá á mér í gær. Ég þarf sem sagt að skila skýrslu á föstudaginn um hvernig hægt sé að skilyrða rottu og það er eins og allir í kringum mig séu búnir. Æ, mig auma. Ég geri þá þetta bara í fússi eins og venjulega. Annars hef ég það gott, fór á mjög skemmtilega árshátíð á fimmtudaginn og skemmti mér alveg ljómandi vel. Við stelpurnar byrjuðum daginn á því að fara í próf í lífeðlislegri sálfræði og svo í Kringluna að skoða og versla pínulítið. Svo var stefnan tekin til Önnu þar sem við gerðum okkur fínar. Það var mjög fyndið að það tók mig tæpan hálftíma að taka mig til en stelpurnar þurftu tvær og hálfa klukkustund. Það er mikill kostur að hafa stutt hár. Svo fórum við yfir til Andra, kærastans hennar Siggu og biðum eftir hinu fólkinu sem ætlaði að fara á árshátíðina. Á meðan var mikil hlegið og skemmt sér. Svo loksins var ferðinni heitið á Akoges salinn í Sóltúni þar sem við fengum mjög góðan mat og dönsuðum við tóna frá hljómsveitinni Smack. Daginn eftir var ég svo svakalega hress að ég gerði smá hreingerningu kl. 9 um morguninn. Það voru víst ekki allir það hressir :) Helgin fór svo í lærdóm og veitingastörf í matarboði. Ég vona að næsta helgi verði ekki alveg eins full af stressi eins og þessi var. Einnig var ég að átta mig á því að það er tæpur mánuður þangað til ég er búin í skólanum og það er ekki langt miðað við hversu fljótar vikurnar eru að líða. Ég dýrka það að vera í háskóla.

 

 
   
  This page is powered by Blogger, the easy way to update your web site.  

Home  |  Archives