Lífið er yndislegt! Ég var að panta miðann til Hollands í gær, svo að ég þarf ekki að hafa áhyggjur að neinu. Ég fer út 17.apríl og kem aftur heim 22.apríl, viku áður en vorprófin byrja. Ég hlakka svo mikið til. :) Ég þarf sennilega að taka lest frá flugvellinum, og það gæti ekki verið betra því ég var að vonast eftir að geta farið í a.m.k. eina lest í Hollandi. Það er mjög fyndið að jafnvel þó að lestarferðirnar voru langar á sínum tíma, þá minnist ég þeirra alltaf með hlýju. Ég man þegar ég fór til Lúxemborgar til að hitta Ingu. Ég þurfti að skipta þrisvar um lest og seinasta lestin var ekkert til að hrópa húrra yfir. Hún var lítil, óþægileg en flutti mig frá Belgíu til Lúxemborgar og mér fannst það dásamlegt. Bara vitneskjan um nýtt landslag, nýja borg og nýjar leiðir var nóg fyrir mig. Ég mun sennilega alltaf muna eftir kökubrauðsköllunum sem voru í öllum bakaríum þarna (við fórum um jólaleytið). Ohhh, ég er í algjörum ferðafíling. Inga, við verðum að gera eitthvað í þessu!