Snjór! Loksins almennilegur, brakandi, hvítur, kaldur SNJÓR! Nú loksins er hægt að segja að veturinn sé kominn, að það sé hægt að fara á skíði og keppnir í hvernig er hægt að fótbrjóta sig á sársaukaminnstan hátt geta hafist. Nú loksins er tími heits súkkulaðis, trefla, húfna og vettlinga. Síðast en ekki síst er þetta tími sköfunnar, hvítra bíla og úrilla eigenda. Þetta er dásamlegur tími. Sérstaklega fyrir þær sakir að núna hefjast allar umferðateppurnar á morgnana, þannig að það er mjög auðvelt að kíkja yfir í næsta bíl og sjá hvernig manneskjan við hliðina tekur á streitunni. Er hún að flýta sér? Situr maðurinn rólegur og horfir út um gluggann? Voru sköfuð tvö göt á framrúðuna og eitt á afturrúðuna til þess að spara tíma? Ég var að velta fyrir mér í morgun hversu vel metið það yrði ef hvert fyrirtæki hefði þá stefnu að á svona vetrardögum að hafa gott kaffi tilbúið (kakó fyrir þá sem vilja) og eitthvað með því, svona bara til þess að létta lundina. Auðvitað eru nokkur vandamál sem þyrfti að leysa, en mér fyndist það virði fyrir að sjá svip fólksins þegar það gengi inn úr kuldanum og fengi morgunmat. Það væri ekki það slæmt heldur fyrir háskólanema, en möguleikarnir væru frekar fyrir hendi í fyrirtækjum bæjarins. Auðvitað yrði þetta ekki gert á hverjum degi, heldur bara þá daga sem veðrið væri sem verst. Síðan ætti að skylda alla starfsmenn þegar veðrinu slotaði að skella sér út og búa til engla í snjóinn. Upplögð leið til þess að halda móralinum uppi. Ahhh, dásamlegu draumórar :) Gleðilegan snjódag!
Ahhhh, fyrsti dagurinn í skólanum. Ég sit núna á Bókhlöðunni, eins og við mátti búast, og er alveg að fara að undirbúa mig undir að læra aftur. Næstum því. Vildi bara fyrst láta vita af mér. Helgin var fremur skemmtileg, ég og Reynir héldum upp á afmæli okkar heima hjá honum í viðurvist góðra vina. Þar sem að þetta var afmæli heldur en partí voru veittar veitingar við góðar undirtektir viðstaddra og vil ég nota tækifærið til þess að þakka Tönju kærlega fyrir einstaklega góð brauð. Ég fór svo niður í bæ með þremur vinkonum mínum og héldum við inn á Sportcafé. Er ekki hægt að segja annað en að sá staður hafi haldið fjörinu uppi. Eftir djammið héldum við síðan á Devito's þar sem ég náði einhvern veginn að hella niður á mig hvítlauksolíu, með þeim afleiðingum að ég lykta ennþá eins og ég sé nýstigin innan úr hvítlauksrifi. Get ég því ekki sagt annað en að ég vorkenni hverjum þeim sem situr við hliðina á mér. Þá er loksins komið að því að ég hefji námið aftur. Veiiiiii