Allir vildu Lilju kveðið hafa
 

 
Almennt fnuss út í heiminn
 
 
   
 
fimmtudagur, janúar 09, 2003
 
Auðvitað var þetta hinn mesti misskilningur hjá kennaranum. Þegar gerðar voru athugasemdir við tímasetningu kom heldur betur spurnarsvipur á manninn sem baðst síðan afsökunar og hleypti okkur út. Ég ætlaði síðan að fá annað taugaáfall þegar ég las skilaboð sem voru á töflu í anddyri Háskólabíós: "Aðferðafræði II flutt til 16:00 í stofu 201 í Árnagarði" Aðferðafræði II er sem sagt annað fag sem á ekki að vera strax. Sem betur fer kom í ljós að þetta átti að vera Landafræði. Ég fór í vinnuna aftur, örlítið sáttari, en ákvað að taka samt morgundaginn í undirbúning fyrir komandi önn. Ahhh, ég má ekki sleppa kick-boxinu aftur, ég verð greinilega of stressuð án þess. Annars verður gott að geta sofið örlítið lengur í fyrramálið, rétt svo nóg til þess að koma brosandi í skólann. Ætli maður verði nokkuð algerlega vinnuhæfur fyrr en maður ákveður það sjálfur? Kemur í ljós!
 
MURF!! Ég var í rólegheitum að kíkja á póstinn minn áðan, hlakkandi til þess að fara í skólann, þegar ég ákveð að skella mér á háskólasíðuna mína. Hvað kom í ljós?? Það kom í ljós að ég byrja ekki á mánudaginn í skólanum, HELDUR Í DAG!!! Einn fyrirlestur klukkan ellefu um lífeðlisfræðilega sálfræði!! MURFETÍMURFMURF!! Jú, jú, það verður ágætt að byrja aftur í skólanum, en HALLÓ!!! ÞAÐ ER EKKI MÁNUDAGUR Í DAG, ER ÞAÐ?? Ekki nema ég hafi sofið yfir fjóra daga. Urrrgg. Ég er ekki einu sinni búin að lesa yfir allt námsefnið og sumir vita ekki einu sinni hvort þeir hafa náð faginu! Ég ætla að hringja og kvarta! MURF!!

þriðjudagur, janúar 07, 2003
 
Fussum svei. Ég held í alvörunni að ég ætti bara að fara heim. Ég hef ekki skrifað eitt vinnutengt orð seinustu þrjá tímana og á þó að vera að skrifa handbók. Afsökunin? Ja, sko, það voru svo margir á MSN til þess að spjalla við og ég þurfti að spjalla við að ég GAT ekki sleppt því. Ahem, leið á vinnunni? Ég? Nei, ALDREI!!
Annars er það í fréttum að ég fór í spark-box í gærkvöldi með Hauki og Úllu. Það var mjög skemmtilegt en hápunkturinn var að sjá svipinn sem kom á fólk þegar það átti að kýla eða sparka í púða. Ég var með sérstaka hanska sem Úlla átti að kýla í og það var vægast sagt augljóst að hún var að draga fram leyndar tilfinningar. Ég vona bara að ég reiti hana ekki til reiði á næstu vikum. Haukur fékk hins vegar annað að gera. Hann (og allir hinir strákarnir) fengu að sparka hver í annan á meðan stelpurnar spörkuðu í púða. Eftir smá stund voru strákarnir orðnir dáldið æstir og nutu þess að sparka í maga andstæðingsins sem varð til þess að ég sætti mig við þáverandi ástand. Ég get ekki séð 10 stelpur fyrir mér vera að sparka svona hver í aðra. Við myndum sennilega stoppa eftir hvert spark og segja: "Æ, fyrirgefðu, meiddi ég þig??" Ég er ekki að segja að þannig væri það alltaf en mjög oft svona fyrst um sinn, sérstaklega ef við erum með vinkonum okkar. Auðvitað komumst við að því að það er allt í lagi að beita fullu afli, vinkonan kvartar þá bara ef eitthvað slæmt gerist. En þá erum við líka alveg niðurbrotnar yfir að hafa meitt hana svona. En það er (vonandi) seinni tíma vandamál.
 
Ég á afmæl'í dag,
ég á afmæl'í dag,
ég á afmæli núna,
ég á afmæl'í dag.
Veiiiiiii, 22 ára, mikið gífurlega er ég orðin gömul. Ætli ég þurfi ekki bráðum að fara að nota hækjur og heyrnartæki, ég held það. Hvað ætla ég svo að gera á afmælinu mínu? Ég veit það ekki almennilega. Ég hélt náttúrulega kaffiboð fyrir fjölskylduna á sunnudaginn og skemmti mér voða vel í því. Það er samt mjög athyglisvert hvað samræðurnar snúast alltaf um MSG þegar mamma og systkini hennar koma saman. Það bregst ekki að það umræðuefni komi upp. Við gátum samt staðfest að það væri ekkert MSG í veitingunum sem lagðar voru á borð, þökk sé gífurlega góðum uppskriftum úr Brauðbók Hagkaups og varkáru vali á hráefnum.
Næsta laugardag verður síðan ef til vill, vonandi, sennilega partí hjá Reyni sem hann og ég stöndum fyrir, þar sem hirðfíflið góða á afmæli nákvæmlega viku á eftir mér. Það verður að öllum líkindum, svo ég geri orð ágæts kínverja/skemmtikrafts að mínum, mikið grín og mikið gaman.
Hins vegar hef ég engar áætlanir fyrir daginn í dag. Það væri þá helst að fara á kaffihús og slappa af. Mér finnst nefnilega mjög skemmtilegt að fara á kaffihús, mjög skemmtilegt að hafa góða vini í kringum mig og því þá ekki sameina það tvennt á afmælisdaginn sinn? Þeir sem vilja koma með endilega hafið samband.

 

 
   
  This page is powered by Blogger, the easy way to update your web site.  

Home  |  Archives