|
föstudagur, desember 27, 2002
Vííí, ég er dreki!
A TAN Dragon Lies Beneath!
I took the Inner Dragon online quiz and found out I am a Tan Dragon on the inside. My Inner Dragon is the true draconic magic-user. Tans have been all but forgotten in popular literature, but that suits them just fine. They're slightly shy and spend most of their time in impassable mountain valleys. When feeling brave or adventurous, Tans use their shape-shifting ability to blend in with society. Given a choice, however, Tans still much prefer to be left to their own devices.
I like to spend time devising new and interesting spells, and counting my gigantic treasure. My favorable attributes are longevity, security, magic, and reverence for life. To top it off, my breath weapon is a curious mix of Fire and Air. Just tell folks to watch out, like all Tans I've got a seriously short temper!
Nei, þetta reyndist vera Leonardo og co-spilið sem öll fjölskyldan fór í. Ég var hrifnust af hugvísindaspurningunum, sennilega vegna þess að ég gat svarað svo miklu og sýnt hvað ég vissi mikið úr sálfræðinni :) Vona samt að ég verði ekki ein af þessum "ég sagði þér það"-manngerðum sem gerir alla vitlausa í kringum sig.
Það er ekki beint hægt að kalla mig hressustu manneskjuna á vinnustaðnum í dag. Fyrir utan að Inga systir náði að rugla mig svo mikið um tvö-leytið í nótt þegar hún kom heim að ég var á góðri leið með að fara fram úr áður en ég áttaði mig, finnst mér ósanngjarnt að neyða fólk til þess að fara í vinnuna í einn dag fyrir helgi. Ég var rétt farin að stilla mig inn á að sofa fram eftir og svo þarf ég að vakna aftur klukkan sjö. En ég náði þó loksins að komast að því af hverju Létt 96,7 væri með spjall á morgnana í staðinn fyrir tónlist sem heldur áfram gegnum þrjú "snooze". Ég var farin að verða ansi pirruð á þessu, þar sem góð tónlist er það eina sem dregur mig fram úr eftir gott helgar-/jólafrí. Ég var með stillt á vitlausa útvarpsstöð og rökin sem ég notaði til að komast að þessu voru fáránleg (en sennilega skiljanleg miðað við að ég var nývöknuð); Stöðin sem ég var að hlusta á var vitlausu megin við FM. Það er alveg einstakt hversu hægt heilinn á manni fer í gang á morgnana.
miðvikudagur, desember 25, 2002
Jólagjafauppgjör ársins: Fékk eina kápu, nærfatasett, eitt armband, kistil, konfektkassa og þrjár bækur, ein er tilvitnanabók um hvernig eigi að lifa lífinu og hinar tvær um Bridget Jones. Eftir að ég var búin að fá bækurnar var frekar erfitt að ná sambandi við mig, sem er frekar venjulegt ástand þegar ég kemst í skemmtilegar bækur. Ég sat í allt gærkvöld og allan morgun að lesa. Ég náði að klára fyrri bókina og er langt komin með þá seinni. Mér finnst það eiginlega kaldhæðni örlaganna að ég stefndi á að lesa kvenréttindabók eftir Simone de Beauvoir allt jólafríið og enda með bækur um taugaveiklaða konu á þrítugsaldri sem leggur allt sitt traust á sjálfshjálparbækur og vini sem bergmála þau fræði. Ég er að velta fyrir mér hvort lífið sé að segja mér eitthvað. Annars virðist ég hafa smitast af stílnum sem Helen Fielding notar í bókunum, þannig að allt verður í skeytaformi. Reyni að laga það eftir jólin.
Ég sit núna í miðju jólaboði fyrir framan tölvuna. Það er mikil breyting frá fyrra ástandi, þar sem áður komst ég í bók frændfólks míns, Leik Hins Hlæjandi Láns eftir Amy Tan, og setti Do not Disturb á ennið á mér. Þegar ég loksins fæ móral yfir því að taka ekki þátt í fjörinu (þ.e. öllu slúðrinu) er tveimur bókum í viðbót hent í fangið á mér og sagt að þær séu þess virði að lesa þær. Ég er mjög ánægð með lánið, hef þá löglega afsökun til þess að taka ekki þátt í fleiri jólaboðum fram á nýár. Finnst frekar fúlt að geta ekki lesið í vinnunni á föstudaginn.
Ef einhver er að velta fyrir sér af hverju ég sé hér en ekki inni í stofu, er svarið einfalt. Ég er sú eina á tvítugsaldri í þessu jólaboði og er ekki alveg í stuði til þess að tala um framboð Ingibjörgu Sólrúnar annars vegar eða......uhhhh, scratch that. Heyrði allt í einu spurninguna: "Hvað á kóngur á karlmanni sameiginlegt með vörum manna?" Verð að athuga hvort þau hafa dregið fram Kama Sutra spil til þess að spila með fólkinu. Meira síðar.
þriðjudagur, desember 24, 2002
GLEÐILEGT JÓL, ALLIR SAMAN!!!!
mánudagur, desember 23, 2002
Ég VARÐ að skrifa þetta. Það er svo dúllulegt að hlusta á samstarfskonur mínar hringja heim til þess að spyrja börnin sín hvað þau fengu í skóinn. Ég heyri næstum því hvernig börnin segja frá, alveg á innsoginu, brosandi upp fyrir bæði eyru. Minn sætu-kvóti er á góðri leið með að fyllast í dag. :)
Híhíhí, bara einn dagur í jól! Ég fór og hitti Sollu og Pétur í gær og það var alveg dásamlegt. Nonni, litla dúllan, var voða feiminn fyrst við mig en virtist þó kannast við mig að einhverju leyti áður en hann fór að leika sér. Ég náði að fá upp úr honum að hann léki við strákinn á leikskólanum. Hann er svoooo sætur. Síðan talaði ég við Pétur og Sollu í forstofunni í hálftíma áður en ég náði að stíga eitt skref út fyrir þröskuldinn. Ég var frekar ánægð með þetta allt saman þegar ég loksins kom heim. María glotti við tönn þegar ég kom heim og það tók mig ekki langan tíma að átta mig á því að við höfðum eignast DVD-spilara. Restin af kvöldinu fór í það að skreyta jólatréð og horfa á Tarzan og Lord of the Rings á DVD. Ég verð að segja að ég er bara sátt við að aðfangadagur sé á morgun. Það er alveg kominn tími til. Síðan er gamlárskvöld eftir viku og afmælið mitt eftir tvær vikur (frá aðfangadegi). Ég er alveg ringluð með hvernig ég eigi að halda upp á það, en það er víst ekki rétti tíminn til þess að velta því fyrir sér núna.
Ég vil mæla með Grettis-myndasögunni þessa dagana, þar sem hann er alveg dásamlegur þegar kemur að jólunum. Hmmmm, ætli ég fái pakka frá jólasveininum í kvöld???
|
|