Allir vildu Lilju kveðið hafa
 

 
Almennt fnuss út í heiminn
 
 
   
 
fimmtudagur, desember 19, 2002
 
Mikið óskaplega er gaman að geta verið í vinnunni um jólin. Smákökur í hverju kaffihléi, konfektkassar sendir til manns og allur þessi jólamatur. Mmmmm, eins gott að maður passi sig. Ég gæti auðveldlega þyngst um nokkur kíló yfir jólin. Eins gott að ég ætla að fara í World Class a.m.k. þrisvar í viku yfir jólin.
 
Ligga, ligga, lái. Ég er búin að sjá Lord of the Rings (eins og ég hafi ekki auglýst það áður) ;) Æðisleg, stórfengleg! Ég segi ekki meira svo að fólk fari ekki að gera sér of háar vonir. En það voru greinilega fleiri sem voru spenntir en við systurnar. Við sáum tvo unglinga í svipuðum búningum og sáust í myndinni. Það væri ekki amalegt að geta klætt sig svona dags daglega. Pilsið yrði kannski eitthvað fyrir á langhlaupum en það er í lagi, ég er frekar gerð til styttri spretta ;)
Myndin var búin upp úr hálf-tvö í nótt þannig að ég þjáist af nettri myglu svona í morgunsárið. Mamma þurfti að draga mig fram úr rúminu, aldrei þessu vant. Núna sit ég í vinnunni og er að reyna að ákveða hvort ég eigi að fara að skrifa gíróseðla eða slappa oggu-pínulítið lengur af. Sem betur fer þarf ég aðeins vatn til þess að hressa mig við, ekki kaffi, því miðað við pistilinn sem Vargur skrifaði fyrr í vikunni hefur kaffi slæm áhrif á fólk. Það væri sjón að sjá mig þá, held ég. Rugluð, pirruð og þreytt Lilja í vinnunni. Ég biti frekar gíróseðlana í sundur heldur en skrifaði eitthvað á þá. Ja, ég má ekki ýkja svona. Í versta falli sæjust bara tannaför á þeim. Þ.e.a.s. ef ég sofnaði ekki fyrst.

miðvikudagur, desember 18, 2002
 
AHHHHHHHHHH, loksins. Ég er búin í prófunum! Víííí, þá er hægt að einbeita sér að jólunum. Eins og áður sagði var ég í aðferðafræðiprófi í gær og var það auðveldara en ég hélt að það yrði. Ég líka náði að taka ágæta lestrartörn á mánudaginn eftir að hafa verið í eintómri leti alla helgina. Það sem ég ætla að njóta mín næstu þrjár vikurnar. Svo er ég að fara á Two Towers í kvöld :d (ein verulega ánægð með hversu snemma verður farið). Þessi vika verður bara skemmtileg.

 

 
   
  This page is powered by Blogger, the easy way to update your web site.  

Home  |  Archives