Þessi
leikur verður að fá að fljóta með. Hann er fyrir alla sanna Grettisaðdáendur, og alla sem eiga erfitt með svefn. Njótið vel :)
Ég átti alveg ljómandi góða kvöldstund með Ástu og Ívari í gær. Dagurinn heima hjá þeim hófst klukkan hálffjögur, þegar Ásta og ég drifum okkur í það að búa til smákökur. Við bjuggum til tvær sortir, finnskt kaffibrauð og sörur með kókos. Nammigott er eina orðið sem mér dettur í hug til að lýsa þeim eftir að búið var að smakka. Síðan settumst við niður, borðuðum pizzu og horfðum á nýju Izzard-sýninguna, því Mundi hafði verið svo góður að skilja hana eftir hjá þeim fyrir gesti og gangandi (ja, eða næstum því) :) Það var mjög þægilegt að sitja hjá þeim fram á kvöld án þess að vera að drepast úr prófstressi og þreytu. Sem dæmi um hvað við vinkonurnar vorum léttar á bárunni vorum við búnar að mála og greiða hvor aðra klukkan tvö í nótt bara til þess að hafa eitthvað að gera. Ég kom heim upp úr þrjú og rakst á mömmu vera að vesenast eitthvað frammi. Hún sagði seinna að hún velti mikið fyrir sér hvar ég hefði verið svona mikið máluð. Ég var hins vegar langt í frá ósátt við útlitið á mér og var meira að segja alveg sammála Ástu með það að ég hefði fengið mikla athygli á skemmtistað, með augun svona fallega blá ;)
En allt gaman tekur enda um síðir. Ég sit núna á Bókhlöðunni þegar ég skrifa þessi orð með pínu sektarkennd yfir að hafa lesið svona lítið í gærdag. Ég held bara áfram að segja við sjálfa mig að ég er svo vel stödd í sálfræðinni að ég mátti alveg við þessu. Ranghugsanir eru fallegur hlutur.
E.s. Ívar, ef þú hefur einhvern frekari áhuga á þessari parkour-íþrótt þá er fínt að kíkja
hingað.