Allir vildu Lilju kveðið hafa
 

 
Almennt fnuss út í heiminn
 
 
   
 
laugardagur, nóvember 30, 2002
 
Yðar einlæg er orðin sambandslaus. Það vildi nefnilega þannig til að símanum mínum var stolið í Húsi málarans í gærkvöldi, þannig að þeir sem þurfa að ná tali af mér er vinsamlegast bent á heimasímann eða tölvupóstfangið mitt. En ef þið eruð að velta fyrir ykkur hvernig stóð á því að símanum mínum var stolið er sagan sú að ég lagði hann í tösku vinkonu minnar og skömmu seinna hvarf hann. Þegar við hringdum í hann var svarað og okkur ruddalega bent á að hætta að hringja, takk fyrir. Auðvitað var það fyrsta sem ég gerði (eftir að hafa leitað vel og lengi að símanum) að loka honum, þannig að nú getur aðilinn ekki hringt neitt. Ég er reyndar furðuróleg yfir þessu öllu saman vegna þess að ég þurfti hvort sem er að fara að kaupa nýjan síma. En ég vona að einstaklingurinn sem tók símann minn hafi þurft meira á honum að halda en ég, og að sá eða sú hafi ekki náð að hringja langlínusamtal. Ætli Landssíminn bjóði upp á skaðabætur? Ég ætla að kíkja!

 

 
   
  This page is powered by Blogger, the easy way to update your web site.  

Home  |  Archives