Í gær fékk ég að gera eitt af því sem mér finnst skemmtilegt, þ.e. að horfa upp í himininn og dást að stjörnununum ásamt mörgum öðrum áhugamönnum. Það var sem sagt stjörnuskoðunarkvöld í minjasafni Orkuveitunnar í Elliðárdalnum og var slökkt á ljósastaurunum á milli 8 og 10 í gærkvöldi svo að útsýnið yrði sem best. Þetta var frábært! Ég var sérstaklega hrifin af því að geta horft á tunglið í nærmynd og sjá höfin og alla gígana. Vanalega þegar maður kíkir á tunglið í gegnum sjónkíki líkist tunglið hnykli alsettum silfurþráðum en með sjónaukanum í gær skildi ég þvílíkur heimur tunglið væri. Mikið hlýtur að vera skemmtilegt að vera geimfari. :) Síðan spillti ekki fyrir að ég rakst á
Sverri halda fyrirlestur um stjörnurnar. Allt tal um stjörnur heldur mér bergnuminni þannig að ég held að það sé ekki hægt að kvarta yfir minni hegðun. Samt tók ég ekki eins vel eftir og ég vildi, því að hann reyndi að benda mér á staðsetningu Óríons en þegar ég fór að leita sá ég hana ekki. Ég finn hana þá bara seinna. :) Ég get t.d. nýtt miðvikudaginn í stjörnuskoðun, því að ég ætla í gönguferð með Orkuveitunni í tilefni þess að það er fullt tungl. Það er líka gönguferð hjá Ferðafélagi Íslands það kvöld en það verður sennilega skemmtilegra að fara með Orkuveitunni. Vill einhver koma með?