Allir vildu Lilju kveðið hafa
 

 
Almennt fnuss út í heiminn
 
 
   
 
föstudagur, nóvember 08, 2002
 
Mér finnst alltaf jafn athyglisverður tölvupósturinn sem maður fær ef að maður er ekki með hámarksöryggi á póstkerfinu. Mér finnst eiginlega að honum megi skipta í tvo aðalflokka, góður póstur og vondur póstur. Vonda póstinum má síðan skipta í fernt, kynlífspóstur, tryggingapóstur, "þú gætir unnið ef þú borgar helling" póstur og annar gersamlega gagnslaus póstur. Þannig póst fæ ég á hverjum einasta degi og ég er samt með frekar gott flokkunarkerfi. Ég held að ég sé búin að "blokka" um það bil 100 póstföng og ég fæ samt of mikið af þessu. Hvernig stendur á þessu? Haldið þið að fólk stendur upp á morgnana og hugsar með sér: "Nú ætla ég að pirra a.m.k. 50 milljónir manna í heiminum í dag með auglýsingunni minni. Vonandi verða 100 manns sem svara." Ég gæti haldið að þetta væri ein af hugsununum hjá vesalings stelpunum (eða dólgunum þeirra) sem auglýsa vændi. Ég vorkenni alltaf þeim stelpum sem senda frá sér póst með titillínuna: "Big tits, need dicks"; "Horny as hell"; eða "See Tiffany take four". Mér gæti ekki verið meira sama þó að einhver væri að auglýsa hornóttan klæðskiping að nafninu Tiffany sem þarf að bíða í fjórar mínútur eftir að geta lokið kynskiptaaðgerðinni sinni. Þessar titillínur höfða bara ekki til mín. Maður er orðinn svo ónæmur fyrir þessu (eða næmur) að ég þarf bara að sjá frá hverjum þetta er sent (Debra, Sandra, Honey, Tiffany eða hvað sem þær nú heita) til þess að senda þetta beint í rusladallinn. En það má segja þessu til varnar að þessu er ekki beint að stelpum eins og mér heldur spólgröðum gæjum út í bæ sem eru meira en tilbúnir til að falla fyrir þessu og borga sennilega stórfé í staðinn.
Þar kem ég að öðru efni, þ.e. "þú gætir unnið ef þú borgar helling" síðunum. Eru ekki allir búnir að fá póst með titillínunni: "Congratulations!!" Fyrst þegar ég fékk svona þá þurfti ég auðvitað að kíkja, hélt að ég hefði unnið heimsreisu eða eitthvað slíkt. Nei, nei, þá stendur að ég hafi verið svo einstaklega heppin að ég gæti fengið afslátt af forláta ferð ef ég borga einhverja ákveðna upphæð. En það sem mér finnst fyndnast við þessa tegund af pósti er að vanalega stendur einhvers staðar: "Only available for residents in the UK/US". Þetta er eins og að sveifla gerviosti fyrir framan mús og segja síðan: "Nei, þú mátt ekki fá hann, þú ert ekki réttum megin í herberginu." Maður ætti kannski að athuga hvort þessi fyrirtæki veita afslátt af ferðum frá Íslandi til þess að geta fengið afslátt af ferð til Suður-Afríku hjá þeim. :)
Svo eru það hinir svokölluðu tryggingapóstar. Ég viðurkenni fúslega að ég er ekki tryggð fyrir neinu en ég sé samt engan tilgang í því að tryggja mig hjá þeim. Af hverju? Jú, tryggingafyrirtæki sem senda auglýsingar til neytenda á netinu virka alltaf illa á mig. Það er eins og þeir séu að segja: "Við eigum engan pening til þess að auglýsa í heimalandi okkar þannig að við viljum fá þinn pening sem við munum aldrei endurgreiða." Ég viðurkenni líka að ég hef ekki grandskoðað þann tölvupóst, en ég held að ég kjósi frekar fyrirtæki hérna heima sem leggja meira upp úr þjónustu við viðskiptavininn heldur en fyrirtæki sem ég þarf að hringja í fyrir 100 krónur á mínútuna og tekur bara peninga frá mér.
Loks eru það annar gersamlega gagnslaus póstur. Til hans telst námspóstur, kreditkortapóstur og fleira. Mér finnst sérstaklega fyndið að fá alltaf: "Congratulations, your credit card is ready." Ég er ekki kreditkortaeigandi og mun vonandi seint teljast til þeirra. Kreditkort eru sennilega góð sem slík, en það er sama sagan með þau og með tryggingarnar, ég held alltaf að þjónustan sé engin og að þetta sé gert í þeim eina tilgangi að plokka peninga af mér (þ.e.a.s. kreditkortafyrirtækin úti, ég er með góða reynslu af fyrirtækjunum hérna heima). Jafnvel þó að þessi fyrirtæki segi að öryggið sé algert, finnst mér mjög óþægilegt að senda persónulegar upplýsingar um mig til þess að fá kreditkort út í löndum. Hins vegar gæti ég vel trúað að einhvers staðar á þeim tölvupósti stæði "Only for residents in the UK/US"
Ég er búin að heyra svo margar sögur af fólki sem snýr vörn í sókn að ég hugsa að ég geri það líka. Ég held að titillínan yrði þá: "Need insurance for tits with horns, valid credit cards hopefully included!"

miðvikudagur, nóvember 06, 2002
 
Hæ, hæ, allir saman enn á ný. Ég er nýstigin upp úr enn einni prófatörninni í skólanum, þannig að ég get loksins farið að blogga aftur. Ég skemmti mér vel yfir viðbrögðunum sem þessi eini brandari minn fékk. En ég ætla samt að halda áfram að skrifa svona hluti ef ég sé þá. Hmmm, mikið svakalega hef ég eitthvað lítið að segja núna. Viltu meira, Inga Hrefna? ;)

 

 
   
  This page is powered by Blogger, the easy way to update your web site.  

Home  |  Archives