Hafið þið tekið eftir hvað stendur á vatnsflöskunum frá Iceland Spring?
From the virtually untouched land of the Midnight Sun and the Northern Lights comes an extraordinary water: NON CARBONATED!
Eins gott, því að maður var orðinn svo leiður á að drekka kolsýrt vatn úr krananum. ;)
Það var rosalega gaman að taka þátt í tískusýningunni :) Ég kom fram átta sinnum og naut athyglinnar í botn. En ég skal byrja á byrjuninni.
Ég var komin niður í Iðnó klukkan þrjú, þar sem mér varð ljóst að ég var langfyrst af öllum og var í kortér bara að skoða þá hluta hússins sem venjulegum gestum er vanalega ekki leyft að sjá. Klukkan fjögur var ég förðuð í bak og fyrir og send upp á þriðju hæð til að skipta um föt. Þegar konurnar með fötin komu, kom í ljós að við (þ.e. sýningarstelpurnar) áttum líka að fara í náttföt. Ég var fengin til að fara í silkináttföt (svona höbba, höbba náttföt) og slopp sem ég síðan sýndi fyrir framan fullan sal af konum. Svo sýndum við föt frá Man, Flex og Pelsinum. Ég fékk að fara tvisvar sinnum í síðkjóla og mér leið eins og prinsessu allan tímann. Mér fannst mjög gaman að sjá hvað konur eru almennt feimnar við að sýna föt fyrir framan aðra, þar sem flestar sýningarkonurnar þurftu að skella einu kampavínsglasi í sig áður en þær stigu á svið í náttfötum og þeirra náttföt huldu allt! Ég þurfti ekki neitt kampavín og samt var ég í þessum litlu, sætu, silkiflíkum (ég er að monta mig, ef þið tókuð ekki eftir því) :) Ohhhh, þetta var bara gaman. Jónína (þingmaður) sagðist hafa sambandi við mig fyrst næst og ég þáði það með þökkum. Ég held að ég hafi misst svona u.þ.b. kíló af því að hlaupa upp og niður stigana í Iðnó, þar sem skiptiaðstaðan var uppi á þriðju hæð og tískusýningin á þeirri fyrstu. Það að auki var maður að hlaupa fram og til baka við að redda slám fyrir fötin, farða, glösum og fleiru. Afleiðing af þessu öllu (tískusýningunni og öllu lofinu) er að sjálfsálitið hjá mér þaut upp og mér líður eins og gyðju. Ekki slæmt fyrir mig :)