Allir vildu Lilju kveðið hafa
 

 
Almennt fnuss út í heiminn
 
 
   
 
miðvikudagur, október 23, 2002
 
Ahum, hum. Sko... það vill stundum líða smá tíma (svo ekki sé meira sagt) milli blogga hjá mér. Sem betur fer á ég góða vini sem sjá til þess að ég haldi síðunni við. Hvað hef ég svo verið að gera undanfarin mánuð? Látum okkur nú sjá.
Vestmannaeyjahelgin var algjört brill frá upphafi til enda. Byrjað var í Odda og keyrt til Þorlákshafnar þar sem fólk fékk far með Herjólfi. Voru sumir samt óhressari en aðrir og sáust margir hoppa upp frá sætum sínum til að opna fyrir flóðgáttir magasýranna. Ég var sem betur fer ekki ein af þeim, þar sem ég náði að beita herkænskuaðferðum og halda mig upp á dekki í skítakulda og roki. Við komuna til Eyja var brunað með fólkið á félagsheimilið Tý þar sem farangurinn var skildur eftir og fólk komst í betra skap. Þá var okkur fleygt í skoðunarferð um eyjuna með viðkomu á þremur stöðum, við sprang-klett, sjoppu og salerni. Þar sem stelpubjór (Spegils) var dreift á milli farþega var mikill munur á kynjum fyrir framan klósettin. Eftir skoðunarferðina var sálfræðinemum skellt í vísindaferð í vinnslustöð Vestmannaeyja og fengum við góðar og miklar veitingar þar (fyrirtækiskynningin var einnig mjög skemmtileg) ;o). Laugardeginum lauk svo með bjórkvöldi með hjúkkunum og balli með eldgamalli hljómsveit sem heitir Logarnir. Sunnudagurinn rann upp bjartur og fagur.....hmmmm, nei, bjartur, kaldur og hvass. Vegna meintrar þynnku fóru margir sálfræðinemar í matarleit og fundum við Hlöllabáta rétt hjá Tý. Fólk tók vel í að borða þar og leið mörgum betur eftir matarfundinn, þó að sumar samlokurnar hefðu verið aðeins of saltar. Svo fóru menn að huga að Herjólfsferð seinna um daginn. Nokkrir voru ekki alveg tilbúnir í að fara aftur með Herjólfi en létu sig þó hafa það fyrir rest og reyndist seinni ferðin miklu betri en sú fyrri. Í þetta skipti var enginn grænn í framan eða inn á klósetti alla ferðina. Leiðin heim með rútunni var einnig skemmtileg, þar sem ég tók þátt í umræðum um stjórnmál, kvikmyndir og ádeilu í teiknimyndum, sérstaklega strumpunum. Þegar ég kom heim um kvöldið kom síðan í ljós að ég var komin í Framsókn og átti að fara á næsta fund.
Miðvikudaginn 16. var Framsóknarfundur og komu fram mörg athyglisverð málefni. Ég var sett sem varamaður í kjörstjórnarnefnd (ekki kjörstjórnareitthvað) og það getur meira en vel verið að ég verð með á þeim fundi. Ég lít á þetta sem upplagt tækifæri til að koma mér af stað í stjórnmálum, og hver veit nema ég verði ráðherra eftir 10 ár. Í framhaldi af þeim fundi var ég síðan beðin um að vera með á tískusýningu sem verður núna á laugardaginn. Meia (vonandi) um það síðar.
Að öðru leyti gengur lífið sinn vanagang. Mér gengur vel í skólanum, var næsthæst á Almennuprófinu (8,75) og er búin að ná hinum. Ég er búin að setja stefnuna á 9,0 í almennunni þannig að ég sett allt kapp í að ná því.
Heyrumst fljótlega.

 

 
   
  This page is powered by Blogger, the easy way to update your web site.  

Home  |  Archives