Þá er þessi fimmtudagur að verða búinn. Ég sver það að dagarnir fljóta bara framhjá manni þessa dagana, sérstaklega þegar maður er á bókasafninu frá morgni til kvölds. Ég er búin að kynnast fjórum stelpum sem eru í deildinni með mér og við sitjum og lærum allan daginn. Nei, reyndar er það ekki rétt. Við getum líka fíflast saman og farið á kaffihús. Í stuttu máli þá er lífið dásamlegt þessa dagana. Ég hef að vísu áhyggjur af náminu og hvernig þetta fer allt saman en ég er að batna í að fresta þessari hugsun fram í hið óendanlega.
Við fengum bækling um daginn frá nemendafélagi sálfræðinema, Animu, og í því var verið að bera saman lífið í skóla og eftir skóla. Í þeim samanburði var mikil áhersla lögð á að djamm yrði ekki lengur mikið inn í myndinni eftir skólann og skildi ég ekkert af hverju djamm var svo mikið inn í myndinni í skólanum. Ég skil það núna. Ég er ekki að segja að mig langi til að hella mig fulla um hverja einustu helgi, en hins vegar gæti ég alveg hugsað mér að fara út og dansa svolítið. Helst á einhverjum stað þar sem ekkert er reykt. Einnig ekki allt of mikið af fólki. Svo má líka þetta alveg vera þannig að ég þarf ekki að hugsa mikið hvernig ég kemst heim. Þannig væri útópía dansstaðanna í mínum huga. Hmmm, minnir frekar mikið á herbergið mitt. Hmmmm, reyndar virkar núna herbergið mitt sem vænlegasti kosturinn. Reyndar eru ókostirnir þeir að ég væri bara heima, ég væri ein og þyrfti að slökkva á græjunum um miðnættið. En hins vegar er það ekkert slæmt miðað við svefnþörf. En já, Anima. Ég er orðinn meðstjórnandi í stjórn Animu. Ég fór á Astro, þar sem kosningarnar áttu að vera og mér var bara kippt si svona inn í þær. Ég er sátt, fæ a.m.k. ókeypis miða á árshátíðina og þarf ekki að skrá mig í vísindaferðir :o) Mann skal djamme! Skál fyrir því.