Allir vildu Lilju kveðið hafa
 

 
Almennt fnuss út í heiminn
 
 
   
 
sunnudagur, september 08, 2002
 
Eru ekki allir svo hrifnir af Harrry Potter og prófum? :)

Which HP Kid Are You?
 
Nauj, nauj, nauj, hið óhugsandi hefur gerst!! Það var kvartað yfir bloggleysi! Ég var farin að halda að enginn nema ég læsi síðuna mína reglulega. Annars er það af mér að segja að ég hef verið upptekin í háskólanum upp á síðkastið. Ég fékk áfall þegar ég áttaði mig á hversu miklum tíma ég þarf að setja í námið á hverjum degi, jafnvel þó að mér hafi verið sagt það margoft. En þetta verður örugglega mjög skemmtilegt. Að hugsa sér að það eru u.þ.b. 10.000 manns í Háskólanum. Miðað við upplýsingar úr sálfræðibókinni minni, er hver manneskja með eitt þúsund milljarða taugafrumur í heilanum (plús taugafrumur í líkamanum) og þær notast allar við rafboð. Þannig að rafmagnið sem er við háskólann hlýtur að nægja til að virkja smábæ. Rafmagnið sem er við háskólann? Minnir á staðhæfingu sem tölvurnar í Matrix myndu setja fram. Möguleikarnir eru líka óendanlegir. Ég er að vona að eftir ár verði bloggin mín farin að líkjast þeim á dordingli (ja, eða þá að ég verði svo algerlega vönkuð eftir skólaárið að vitrænn hugsanagangur er útilokaður) þannig að fólk fari að taka mig alvarlega. Þangað til held ég bara áfram að tala um sjálfa mig :)

 

 
   
  This page is powered by Blogger, the easy way to update your web site.  

Home  |  Archives