Allir vildu Lilju kveðið hafa
 

 
Almennt fnuss út í heiminn
 
 
   
 
föstudagur, ágúst 09, 2002
 
Maður sér greinilega muninn á þjónustu Íslendinga og Hollendinga í daglegu lífi. Sem dæmi um þjónustu Hollendinga þurfti ég einu sinni að láta athuga hráefni í brauði. Stelpan þar sagðist ætla skrifa það niður á miða fyrir bakarann sem kom tvisvar í viku, sem myndi síðan hafa samband út af þessu. Sex mánuðum síðar vorum við ekkert búin að heyra. Eins má skrifa um vandræðin við að fá miða á tónleika en það má bíða. Þjónusta Íslendinga: Í gær þurfti ég að panta bakkelsi fyrir Lyfjadreifingu og það var smá vitleysa í því sem kom. Þegar ég hringdi (fremur ósátt) í bakaríið var mér sagt að ég myndi fá það sem á vantaði um leið. Sem sönnun um frábæra þjónustu komu fimm kökur í staðinn (hafði fengið loforð um þrjár) kortéri síðar og enginn reikningur með. Ég elska Ísland. Bara verst að ég má ekki fá neitt af þessu út af óþoli *snökt*.

Ég ætla ÞOKKALEGA á brauðfyllerí eftir að Ægir gefur grænt ljós!
 
Las einhver moggann í dag? Það var sagt frá þremur 15 ára unglingum sem brutust í sjoppu. Fréttin sjálf var ekki neitt stórmerkileg, en hins vegar vakti áhuga minn lokasetning greinarinnar. Fréttina má sjá hér. Ætli löggan muni fá gott með kaffinu í dag? :)

miðvikudagur, ágúst 07, 2002
 
Ég fór til manns sem heitir Ægir í gær og hann sagði mér að ég væri með fæðuóþol fyrir ýmsum hlutum, þannig að í dag er ég búin að lifa á hrískexi og vatni :o( Vonandi get ég byrjað að borða venjulega eftir viku aftur.
 
VEIIIIII, ég er loksins komin með stað þar sem ég get blaðrað út í eitt!! VEIIIIII!!!

 

 
   
  This page is powered by Blogger, the easy way to update your web site.  

Home  |  Archives