Jæja, það var kominn tími til að skrifa svolítið á bloggið mitt. Það er ekkert mikið búið að gerast hjá mér undanfarið fyrir utan það að afi minn dó 28. júní og var jarðsettur 4. júlí. Við vorum búin að búast við þessu ansi lengi en þetta var samt frekar skrýtið. Ég er varla búin að ná því ennþá að hann sé farinn.
Að öðru leyti hefur allt gengið sinn vanagang, vinnan, heim, sjónvarpið og svo í rúmið með matartímum á milli. Við systurnar höfum líka verið duglegar að fara í bíó og erum búnar að sjá Bruce Almighty og Pirates of the Caribbean. Pirates of the Caribbean var ferlega skemmtileg og Orlando Bloom skemmdi sko ekki útsýnið *slef*
Ég er farin að sakna skólans, ótrúlegt en satt. Ég hlakka mikið til að skipuleggja ferðir og sjá um málin í Animu, sem og að læra sálfræði með fólkinu. Ég hef greinilega valið rétt seinasta haust.