Halelúja, amen, hér er ég loksins enn á ný. Ég er nýbúin með prófatörn í skólanum þannig að ég gaf mér loksins tíma til að setjast niður og skrifa svolítið. Ammmm, hmmm, hvað hefur verið að gerast hjá mér? Jú, þessi blessuðu próf þarna. Eitt í almennri sálfræði og eitt í forsendum félagsvísinda. Mér gekk mjög vel í almennunni og lala í forsendunum. Ég er mjög fegin að vera búin með þau, því að núna sé ég hvernig maður á að haga sér í háskóla (góða stúlkan á virkum dögum, aðeins villtari um helgar ;o) ) Annars eru þessar blessaðar vikur ekkert að stoppa. Ég er víst búin að nefna það áður. En það er jafnrétt nú og áður. Það er kominn 9. október og helgi aftur á leiðinni. Úlala, talandi um helgina, ég er á leiðinni til Vestmannaeyja! Víííí, gaman hjá mér. Það er búið að skipuleggja skemmtilega dagsskrá í Eyjum, ekkert nema bjór og aftur bjór. Látum vera þó ég drekki hann ekki, ég kemst að minnsta kosti úr landi fyrir u.þ.b. 5000 kall í heildarkostnað. Hver hefði trúað því að ég ætti eftir að fara svona oft út að skemmta mér? Ég sem var frumlegasti nemandinn í Hagaskóla 1997 (sennilega meint mesti nördinn en ég er ekkert ósátt við þann titil heldur). Hmmm, ég held ég sé svolítið einhæf þessa dagana. Hins vegar getum við ekki öll verið
Vargur. Meira síðar.